GESTGJAFAR

Hjónin Sigurður Hlíðar Jakobsson og Helga Guðrún Sturlaugsdóttir, oftar Helga og Siggi, eru gestgjafar og bændur að Finnsstöðum. Helga er lyfjatæknir að mennt en hestamaður og gestgjafi að ástríðu. Siggi er vél- og þúsundþjalasmiður og talar íslensku og hestamál jöfnum höndum. Hann talar mikið með verkunum og fellur sjaldan verk úr hendi.

 

Þegar þú rennur niður að Finnsstöðum tekur Helga mjög líklega á móti þér í hlaðvarpanum, glaðvær og einlæg, tilbúin að stjana við þig.

 

Saman mynda Helga og Siggi fullkomið teymi og sjá til þess að heimsóknin þín að Finnsstöðum verði ánægjuleg og eftirminnileg.

IMG_0376.jpg